laugardagur, 26. október 2013

Þurrkuð blóm í Finnlandi

glær dauðinn röltir þögull
um auð stræti Helsinki
þrýstir höndum upp að
frostbitnum rúðum og andlitum

ís blómstrar gegnum veggi
birnir skjálfa í hýði
úlfahjarðir berjast um bita
af hræum sjálfdauðra hvolpa

í Tampere látum við
blóm falla í vatnsglas
og horfum á það
þrútna út og blómstra

fuðrum saman
við árstíðirnar

mánudagur, 29. apríl 2013

          Á

        é o ú 
         eiu

sunnudagur, 21. apríl 2013

Gangur úttroðinn af hurðum


það dó einhver hérna
ég veit ekki hver
það sagði mér nágranni
það dó einhver hérna

ég sé enga bletti
eða annars konar ummerki
bara það dó manneskja
ég veit ekki hver

þetta er bara stigi
en gæti verið gata
bifreið eða hnífur og
það dó einhver hérna

hér er líka planta
bara sviðinn stilkur og
það dó einhver hérna
ég veit ekki hver

Fylgjendur