föstudagur, 7. nóvember 2014

Dafna

Að hausti raka ég laufinn í garðinum í hrúgu og brenni. Þegar vorar mun ég raka laufinn í skóginum í mannveru og brenna. Hún mun lifna við og bera mig á háhest norður í ríki Pólstjörnunnar, sem er krýnd með kórónu sem ég óf úr hári þínu í vetur og brenndi ásamt afskornum blómum sem fórn til þess afls sem trúir því að ekkert muni fara úrskeiðis, að tréð muni halda áfram að vaxa innra með þér. Ég fer inn, bý mér til kaffi, og drekk dökkt seyðið, og snusa eftir ilm þínum sem rennur í loftfarvegi milli veggja sem ég hlóð úr mold og munnvatni. Allt ertu, tré.

Fylgjendur