miðvikudagur, 21. mars 2012

Nóttina sem guð átti að birtast mér í draumi vakti ég til morguns

Gapandi ernir hnita hringi í hugsun minni.
Reyttir arnpáfar skjögra valtir um huga minn.
Þú skreyttir augnbotna mína með fjöðrum
og lungu þín bæra þær til og frá.
Þú ert Ameríka, nei ég er Ameríka
og þú ert Cortés sofandi í rústunum.
Kom landkönnuður gakk kringum borg mína
og bannfærðu hana með sverðsegg.
Komið lúðrar og brjótið veggina.
Kom sól með elda dögunnar.
Kom brotnandi himinalda.
Kom miskunsama óminni.
Komið hrægammar.
Komdu værð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Fylgjendur