miðvikudagur, 21. mars 2012

Mannverur séðar úr fjarlægð

ég sat í gluggasillunni
lesandi miðaldakrimma en líka
í augliti við götuna
sex metrum neðan við

þau gengu fram hjá
og í augnablik umbreyttust
þau í það með
snertingu fingra og húðar

fast á girðingu flökti
plastdrasl sem í útjaðri
sjónsviðs míns varð eldlogi
og skafrenningur að reyk

liljan hvín í rokinu
hvít í meyjarvissu heilans
dreymdi munkinn um Jerúsalem
eða var hann heimasáttur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Fylgjendur